Bifvélavirkjar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Rafmagnsfræði og mælingar.
Farið er í uppbyggingu og virkni mismunandi ræsi- og hleðslukerfa í bensín- og dísilbílum. Framkvæmdar eru bilanagreiningar og viðgerðir á kerfunum og íhlutum. Áhersla er á notkun mælitækja og tækniupplýsinga og mat á niðurstöðum mælinga.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- virkni ræsi- og hleðslukerfa.
- virkni helstu íhluta.
- helstu aðferðum og mælitækjum við bilanagreiningu.
- helstu aðferðum og tækjum við viðgerðir á íhlutum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Útskýra virkni ræsi- og hleðslukerfa.
- framkvæma bilanagreiningu og viðgerðir á ræsi- og hleðslukerfum.
- nota viðeigandi mælitæki og tækniupplýsingar.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- bilanagreina og lagfæra ræsi- og hleðslukerfi.
- Útskýra virkni ræsi- og hleðslukerfa og helstu orsakir bilana.
Nánari upplýsingar á námskrá.is