URHR3BV05 - Undirvagn – rafræn hemlastjórnun

Bifvélavirkjar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Undirvagn og stýrisbúnaður.
Fjallað er um uppbyggingu, virkni og íhluti rafrænnar hemlastjórnunar og hvernig hún hefur áhrif á hemlagetu og stjórnun bifreiða og bilanagreiningu hemlakerfa. Nemendur fá víðtæka þjálfun í bilanagreiningu hemlakerfa, vélrænum og rafrænum hluta. Farið er yfir notkun verkfæra, mælitækja, tækniupplýsinga og skipulags við bilanagreiningu og lagfæringu hemlakerfa.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og virkni rafrænnar hemlastjórnunar.
  • verkfærum og tækjum sem notuð eru við bilanagreiningar.
  • tækniupplýsingum og skipulagi við bilanagreiningar.
  • mikilvægi vandaðra vinnubragða.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Útskýra virkni íhluta og heildarvirkni rafrænnar hemlastjórnunar.
  • framkvæma bilanagreiningar og viðgerðir á hemlakerfum á öruggan hátt.
  • nýta verkfæri, mælitæki og tækniupplýsingar á öruggan hátt.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Útskýra virkni og kosti rafstýrðra hemlakerfa.
  • framkvæma bilanagreiningar og viðgerðir á hemlakerfum á öruggan hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is