RABR4BV05 - Rafmagn – bilanagreining rafbúnaðar

Bifvélavirkjar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Forkröfur: Rafmagnsfræði og mælingar, Rafmagnsteikningar og -leiðslur, Rafmagn – bilanagreining rafbúnaðar.
Fjallað er um mismunandi gerðir bilana í rafbúnaði/-rásum. Farið er yfir skipulag og framkvæmd bilanagreininga. Unnin eru verkefni í skipulagi og framkvæmd bilanagreininga í raf- og rafeindabúnaði. Áhersla er á nákvæmt skipulag, notkun mælitækja, mat á niðurstöðum mælinga og notkun tækniupplýsinga.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi skiplags við bilanagreiningar.
  • gerð skipulags fyrir bilanagreiningu.
  • notkun mælitækja við bilanagreiningar.
  • niðurstöðum mælinga í raf- og rafeindabúnaði.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Útskýra mikilvægi skipulags bilanagreininga.
  • framkvæma bilanagreiningar í raf- og rafeindabúnaði á skipulagðan hátt.
  • nota viðeigandi mælitæki og tækniupplýsingar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • framkvæma bilanagreiningar á raf- og rafeindabúnaði á skipulagðan hátt.
  • gera við bilanir á öruggan hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is