fríhendisteikning, sjónlist, skissutækni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum verða kennd grunnatriði teikningar. Teiknuð eru einföld form, svo sem kassa- og kúluform eða grunnform eins og þau eru nefnd. Náttúruform skoðuð og teiknuð. Farið verður á einfaldan hátt yfir fríhendisteikningu grunnteikningar. Einnig verða kenndar tvær aðferðir fjarvíddar og að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd.
Áhersla er lögð á umræður og að nemendur geti greint niðurstöður sínar út frá fagurfræðilegum forsendum. Einnig að nemendur geri sér grein fyrir því samhengi sem þessi þjálfun veitir.
Nemendur eru hvattir til að þróa hugmyndir sínar og samhliða teikningu er ætlast til þess að nemendur haldi skissubók þar sem þeir vinna myndir út frá því sem gert er í tímum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum teikningar og grunnformum
- tveimur fjarvíddaraðferðum
- einföldum módelteikningum
- fríhendisteikningu grunnteikningar
- Því samhengi sem þjálfun veitir
- notkun skissubókar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- teikna einföld form, svo sem kassa- og kúluform
- teikna einföld náttúruform
- nota fjarvídd í teikningum
- teikna fríhendis miðað við grunnteikningu
- Þróa hugmyndir sínar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skyggja grunn- og náttúruform þannig að þau virðist eðlileg
- nýta sér fjarvíddarteikningu
- teikna mannslíkama í rými
- greina niðurstöður sínar út frá fagurfræðilegum forsendum
Nánari upplýsingar á námskrá.is