SAGA3ÞS05 - Þættir úr sögu 20.aldar

Þættir úr sögu 20. aldar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandinn þarf að hafa lokið námi í SAGA2II05 Íslands og mannkynssaga 1800 til 2000.
Nýlendukapphlaup og áhrif þess, ástæður fyrri heimsstyrjaldar og afleiðingar. Andstæður millistríðsáranna, öfgahreyfingar og áhrif þeirra. Heimurinn í klóm risavelda, kalt stríð með heitu ívafi og áhrif þess bæði á Íslandi og erlendis. Valin málefni líðandi stundar skoðuð í sögulegu ljósi. Heimildir um þessa tíma skoðaðar, ræddar og unnið úr þeim. Nemendur forma eigið álit byggt á gagnrýnni hugsun og greiningu og koma því á framfæri.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • stöðu heimsmála við upphaf fyrri heimsstyrjaldar, stöðu stórvelda, framgang nýlendustefnu og stjórnmálahræringar
  • fyrri heimsstyrjöld með hliðsjón af orsökum, hernaði og hlutskipti hermanna og óbreyttra borgara
  • breytingu á stöðu ríkja, þjóða og landaskipan í kjölfar friðarsamningar
  • þverstæðum millistríðsáranna, góðæri, kreppu og öfgastefnum
  • atburðarás og áhrifum kalda stríðsin, bæði erlendis og hér heima
  • helstu hugtökum er tengjast kalda stríðinu og umfjöllun um það
  • menningarlegum, viðskiptalegum og félagslegum áhrifum kalda stríðisins á Íslandi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með ólíkar sögulegar heimildir og greina á gagnrýninn hátt
  • afla sér heimilda og vinna eigið verk upp úr þeim
  • koma niðurstöðum sínum á framfæri og vísa til heimilda
  • kanna málefni líðandi stundar og greina sögulegar rætur þeira og ferli

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • forma rökstudda frásögn út frá sögulegum heimildum
  • miðla sögulegri þekkingu sinni og ræða söguleg málefni
  • skapa sér mynd af sögulegum fyrirbærum 20. aldar út frá eigin þekkingu á tímabilinu
Nánari upplýsingar á námskrá.is