Pinnasuða
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Nemendur kunni skil á suðuaðferðum, efni og suðuvírum. Þeir geti metið suðuferlið og öryggisatriði. Soðin verður plötusuða í suðustöðunum PA, PB, PD, PF og PG með pinnasuðu samkvæmt ÍST EN 287-1. Nemandinn læri að skrá grunnatriði suðuferilslýsinga. Færni miðast við C flokk ÍST EN 25 817 um kverksuðu.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- suðu með rið og jafnstraum
- suðu með plús- og mínuspól
- suðuaðferðum, afköstum og hagkvæmni
- suðuaðferðum, afköstum og hagkvæmni
- mismunandi aðferðum og hættu á suðugöllum
- ljósboga- tómgangsspennu
- stöðlum um suður, galla, suðustöðum
- hæfnisvottun suðumanna
- merkingu rafsuðuvíra
- Íst en 22 553 staðli um merkingar stáls
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með suðubúnað
- stilla suðuvélar
- sjóða saman hluti í ýmsum stöðum
- sjóða mismunandi a-mál
- sjóða samkvæmt suðuferli
- sjóða í suðustöðum pa, pb og pf
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- velja hagkvæma suðuaðferð við mismunandi verk
- útskýra staðlaðar merkingar pinnasuðuvíra
- meta algengustu suðugalla og ástæður þeirra
- meta suður út frá stöðluðum kröfum um útlit
- flokka suður í gæðaflokka
Nánari upplýsingar á námskrá.is