HEST1GR05 - Hestamennska bóklegt I

grunnáfangi í hestamennsku

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Meginviðfangsefni áfangans er að kenna undirstöðuatriði í hestamennsku. Helstu ásetur og ábendingar, líkamsbeitingu og taumhald. Grunnþætti í atferli, eðli og hegðun, skapi, skynjun og skynfærum hesta. Farið er í reglur varðandi hestahald, öryggisatriði og hvernig á að undirbúa hest fyrir reið og skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum. Þar að auki eru kynnt fyrir nemendum helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirða. Reglur og reiðleiðir á reiðvellinum. Gangtegundir íslenska hestsins, líkama og virkni hans. Grunn vinnubrögð í hringteymingum og að teyma hest við hlið.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi réttrar líkamsbeitingar.
  • nauðsyn þess að knapi sé í góðri þjálfun og andlegu jafnvægi.
  • helstu reiðtygjum, notkun þeirra og umhirðu.
  • grunnþáttum í atferli, eðli og hegðun, skapi, skynjun og skynfærum hesta.
  • ásetum og ábendingum við stjórn hests.
  • réttu taumhaldi.
  • gangtegundum íslenska hestsins, grunnþáttum, skilgreiningum, hreyfistigum og aðgreiningu.
  • helstu reglum og reiðleiðum á reiðvellinum.
  • hvernig skal undirbúa hest rétt fyrir reið.
  • hvernig skilja skuli rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum.
  • reglum varðandi hestahald.
  • helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa.
  • líkama hestsins og virkni hans.
  • hringteymingum og að teyma hest.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig í ræðu og riti um grunnatriði fagsins.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í almennum umræðum um fagið.
  • fylgja leiðbeinandi reglum um öryggismál á vinnustað.
  • vera meðvitaður um eigin stöðu og færni í hestamennsku.
  • hafa skilning á atferli og hegðun hestsins og geta brugðist við á viðeigandi hátt.
  • geta tjáð sig í ræðu og riti um grunnatriði fagsins.
Nánari upplýsingar á námskrá.is