REIM1GR05 - Reiðmennska verklegt I

Grunnáfangi í reiðmennsku

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Að nemandi sé í viðunandi líkamlegu formi og geti stigið á bak og af baki. Samhliða námi í reiðmennsku áfanga verður nemandi að taka bóklegan hestamennsku áfanga eða vera búinn að taka þann áfanga áður. Ef grípa þarf til fjöldatakmarka í áfanganum verður notast við niðurstöður inntökuprófa.
Meginviðfangsefni áfangans er að kenna grunnreiðmennsku. Farið er í helstu ásetur og ábendingar, líkamsbeitingu og taumhald. Einnig grunnþætti í atferli, eðli og hegðun, skapi, skynjun og skynfærum hesta. Kenndar eru reglur varðandi hestahald, öryggisatriði og hvernig undirbúa á hest fyrir reið og skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum. Þar að auki eru kynnt fyrir nemendum helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirða. Kenndar eru reglur og reiðleiðir á reiðvellinum. Farið er í gangtegundir íslenska hestsins, líkama og virkni hans. Einnig eru kennd grunn vinnubrögð í hringteymingum og að teyma hest við hlið.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi réttrar líkamsbeitingar.
  • nauðsyn þess að knapi sé í góðri þjálfun og í andlegu jafnvægi.
  • helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
  • grunnþáttum í atferli, eðli og hegðun, skapi, skynjun og skynfærum hesta.
  • ásetum og ábendingum við stjórn hests.
  • réttu taumhaldi.
  • gangtegundum íslenska hestsins.
  • helstu reglum og reiðleiðum á reiðvellinum.
  • að undirbúa hest rétt fyrir reið.
  • kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum.
  • reglur varðandi hestahald.
  • helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa.
  • líkama hestsins og virkni hans.
  • upphafi hringteyminga og að teyma hest.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • umgangast hesta og annast þá á hestvænum og öruggum forsendum.
  • nálgast, teyma, binda og meðhöndla hesta á réttan hátt.
  • nota helsta búnað og aðstöðu sem fylgir greininni.
  • fara á og af baki og ríða á grunngangtegundum (auk tölts) og nota einfaldar ábendingar, sæti, rödd, fætur og taumur.
  • undirbúa hest rétt fyrir reið og skilja rétt við hest að lokinni vinnustund.
  • hafa grunnvald á algengustu ásetum og taumhaldi.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • undirbúa hest rétt fyrir reið og skilja rétt við hest og búnað að vinnustund lokinni.
  • fara á og af baki beggja megin.
  • teyma hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti.
  • nota rétt taumhald og að stytta rétt í taumi.
  • undirbúa hestinn fyrir tölt.
  • framkvæma sætisæfingar í hringtaum.
  • skipta á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu.
  • nota helstu reglur og reiðleiðir á reiðvellinum.
  • ná stjórn á hraða og stefnu.
  • nota taum og ásetu við að stoppa, fara áfram og stýra hesti.
  • nota undirstöðuatriði hringteyminga.
  • láta hest kyssa ístöð og að nota sveigjustopp.
  • nota einfaldar gangskiptingarnar.
  • fara í útreiðatúr á víðavangi, fylgja reglum reiðkennarans og stjórna hestinum miðað við aðstæður.
Nánari upplýsingar á námskrá.is