REIM1GF05 - Reiðmennska verklegt II

Grunnreiðmennska framhald, upphaf fimiæfinga, viðhorf manns og hests, útreiðar og þjálfun á víðavangi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: REIM1GR05 og HEST1GR05
Meginviðfangsefni áfangans er að kenna áframhaldandi grunnreiðmennsku. Helstu ásetur, ábendingar og virkni þeirra. Grunnvinna við hönd og upphaf fimiæfinga. Nemandinn lærir að stjórna hraða, stefnu og gangtegund hestsins. Kenndar einfaldar gangskiptingar. Hvernig leggja skal mat á andlegt og líkamlegt ástand hesta og mikilvægi þess að tileinka sér rétt viðhorf gagnvart hestinum. Reiðleiðir, útreiðar og þjálfun á víðavangi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ábendingum, virkni og notkun þeirra.
  • æfingunni áfram og stopp.
  • fyrsta stigi fimiæfinga, þ.e. að vinna við hönd, kyssa ístöð, sveigjustopp og upphaf hliðargangsæfinga.
  • notkun reiðvalla, reiðleiðir, merkingar og umferðarreglur.
  • réttu taumhaldi og notkun mismundi taumábendinga.
  • einföldum gangskiptingum og framkvæmd þeirra.
  • útreiðum og þjálfun á víðavangi, forsendur og ávinning.
  • mikilvægi þess að geta riðið á slökum taum.
  • mikilvægi þess að tileinka sér rétt viðhorf gagnvart hestinum.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leggja mat á andlegt og líkamlegt ástand hesta.
  • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigið verklag.
  • fara á og af baki og ríða á grunngangtegundum (auk tölts) og nota einfaldar ábendingar, sæti, rödd, fætur og taumur.
  • hafa grunnvald á algengustu ásetum og taumhaldi.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í almennum umræðum um fagið.
  • fylgja leiðbeinandi reglum um öryggismál á vinnustað.
  • vera meðvitaður um eigin stöðu og færni í hestamennsku.
  • geta brugðist við fjölbreyttum aðstæðum á viðeigandi hátt, miðað við eðli og atferli hestsins.
  • vinna með hestinn við hönd (einfaldar æfingar).
  • geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða.
  • geta riðið einfaldar hliðargangsæfingar.
  • geta riðið einfaldar gangskiptingar.
  • geta riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli.
  • geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu.
  • hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald.
  • láta hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað.
  • geta riðið á slökum taum.
  • sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans.
  • geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis.
Nánari upplýsingar á námskrá.is