Inngangur að náttúruvísindum fyrir félagsvísindabraut
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum verður fjallað um náttúruvísindi í víðu samhengi, efnafræði, líffræði, jarðfræði og eðlisfræði og hvernig þessar greinar eru í grunninn byggðar á sömu viðfangsefnunum. Lögð er áhersla á orkuhugtakið, orkuauðlindir og nýtingu þeirra.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu efna, allt frá frumefnum til vetrarbrauta
- uppruna orku og ólíkum birtingarmyndum hennar
- innri og ytri öflum jarðar og nýtingu þeirra (vatnsorka, vindorka, sólarorka, jarðvarmi, kjarnorka o.s.frv.
- áhrifum af framleiðslu úr orku og notkun hennar í víðu samhengi t.d. kjarnorkuúrgangi, bruna lífrænna efna, gróðurhúsaáhrifum, fæðuframleiðslu, matvælaöryggi o.fl.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- ræða og kynna efni áfangans
- lýsa því hvernig ólíkar greinar náttúruvísinda tengjas
- útskýra uppbyggingu efnis (frá smáu upp í stórt)
- útskýra hvaðan orka á jörðinni er upprunnin
- útskýra tengsl lífmassa og fæðuframleiðslu
- útskýra nýtingu matvæla og hvað erfðabreytt matvæli eru lýsa endurnýtingu orku og efna
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- ræða og kynna efni áfangans
- vinna verkefni sem lýsa og útskýra orkunýtingu, framleiðslu matvæla o.fl.
- beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is