TRÉS1VÁ05 - Viðar- og áhaldafræði

Viðar- og áhaldafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í þessum byrjunaráfanga byggingatækni er fræðilegur grunnur byrjunaráfanganna í tréiðnum kynntur fyrir nemendum. Fjallað er um umgengni við efni, vélar, verkfæri og vinnustaðinn með áherslu á verkstæðishluta iðngreinarinnar. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér faglega nálgun á þeim verkefnum sem unnin eru samhliða áfanganum. Kenndar eru samsetningar, lausnir og hugtök sem leggja grunninn að góðum vinnubrögðum við almenna trésmíði. Einnig vinna nemendur verkefni tengd áfanganum með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar og fagmennsku í iðngreininni. Efnisatriði/kjarnahugtök: Handverkfæri, rafmagnshandverkfæri, val og umhirða á verkfærum, stillingar, brýnsla, vinnubrögð, öryggismál, hefilbekkur, borvél, borun, handfræsari, fræsing, handpússvél, trésamsetningar, geirnegling, blindtappi, blöðun, díll, dílun, fals, fingrun, fjöður, geirungssamsetning, grunntappi, hálft-í-hálft, hnakki, hornasamsetning, málvik, negling, nót, raufarstykki, skrúfun, sporun, töppun, límingar, pússning, slípun, efnisval, efnisfræði, viðarfræði, eðliseiginleikar viðar, viðarflokkun, styrkflokkun, útlitsflokkun, ÍST DS 413, ÍST INSTA 142, ÍST EN 519, viðarmerkingar, tréþurrkun, viðarlím, yfirborðsefni, yfirborðsmeðferð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og notkun helstu rafmagnshandverkfæra
  • öryggisþáttum og viðhaldi rafmagnshandverkfæra og trésmíðavéla
  • vinnuaðstöðu og vinnuumhverfi
  • algengasta smíðavið og smíðisfestingum
  • undirstöðuatriðum við skipulagningu og verkferla í byggingariðnaði
  • reglugerðaákvæðum varðandi vinnuumhverfi
  • helstu fagheitum í tréiðnaði
  • grunnatriðum við gerð efnis- og aðgerðalista
  • helstu mælitækjum og aðferðum
  • helstu eðliseiginleikum viðar og þurrkun timburs
  • einstökum samsetningum og notkunarsviði þeirra
  • mismunandi tegundum verkfæra, véla og efna
  • algengustu gerðum og notkunarsviðum helstu límtegunda í tréiðnaði
  • nöglum og skrúfum og notkun þeirra í trésmíði
  • efni og yfirborðsmeðhöndlun festinga
  • grunnatriðum í yfirborðsmeðferð smíðaviðar og plötuefnis
  • öryggisreglum og öryggisráðstöfunum við yfirborðsmeðferð
  • uppbyggingu og notkun algengustu trésmíðavéla

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota helstu trésamsetningar við einfalda trésmíði
  • beita faglegri nálgun við úrvinnslu verkefna
  • nota rétta staðsetningu og líkamsbeitingu við vélavinnu
  • velja snúnings- og mötunarhraða fyrir trésmíðavélar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • umgangast og nota rafmagnshandverkfæri og önnur handverkfæri
  • aðlaga sig að mismunandi vinnuumhverfi
  • beita öryggisreglum og nota öryggisbúnað sem notaður er við véltrésmíði
  • velja efni og verkfæri eftir eðli verkefnis
Nánari upplýsingar á námskrá.is