Aðbúnaður og umhverfi
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: HEST3ÞG03, REIM3ÞG05, FÓHE2FU03
Meginviðfangsefni áfangans er að kenna helstu atriði sem hafa ber í huga við almennt hestahald. Hluti námskeiðsins fer fram í hesthúsum nemenda þar sem nemendur eru látnir bera ábyrgð á fóðrun og umhirðu hesta sinna. Úttekt fer fram í byrjun og lok námskeiðs en nemandi heldur skráningu á þjálfun og umhirðu hesta sinna og skilar skýrslu í námskeiðarlok. Á námskeiðinu verður yfir helstu reglugerðir um hestahald og aðbúnað hesta. Farið verður í hvernig huga skal aðstöðu í hesthúsi, s.s. stíustærð, vinnuplássi, viðrunargerði, kaffistofu, fóður- og hnakkageymslu. Farið verður yfir helstu grunnatriði varðandi loftræstingu og lýsingu. Þá verður farið yfir helstu atriði er lúta að hestum í haga, mat á landi, skiptingu stóðs, girðingar, fóðrun og skjól. Farið verður yfir helstu þætti er varða hrossarækt, uppeldi unghrossa og stóðhestahald. Nemendum verða kynnt öryggisatriði og helstu reglur varðandi hestakerrur og flutning á hrossum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- reglum varðandi hestahald
- aðbúnaði hrossa í hesthúsi
- aðbúnaði hrossa í haga
- mikilvægi beitarstjórnar og mati á beitarálagi
- fóðrun hrossa á húsi
- fóðrun hrossa á útigangi
- mismunandi gerðum girðinga
- reglum varðandi girðingar á hrossahólfum
- reglum varðandi hesthús og umgjörð hesthúss
- helstu atriði er hafa ber í huga við skipulag á hesthúsi
- hvernig haga skuli geymslu á fóðri
- helstu atriði er varða loftskipti í hesthúsi
- helstu atriði er varða lýsingu í hesthúsi
- umhverfi hesthúss og gerði
- helstu atriði er varða hrossarækt, uppeldi unghrossa og stóðhestahald.
- helstur reglum og öryggisatriðum hvað varðar hestakerrur og flutning á hrossum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- hugsa rétt um hesta, fóðra þá og meta líkamlegt ástand, s.s. holdastig og almennt heilbrigði
- gera umhverfi hestsins hestvænt
- meta gæði hesthúss
- halda hesthúsi með jöfnu hitastigi, hreinu og vel loftræstu
- setja upp aðstöðu í hesthúsi þannig að vel fari um menn og hross
- útiloka allar hættur eða slysagildrur sem kunna að skapast í illa hönnuðum hesthúsum
- halda gerði og ytra umhverfi hesthús í sómasamlegu ásigkomulagi
- setja upp algengustu gerðir af girðingum og viðhalda þeim
- meta ástand beitarhólfa
- skipt upp stóði eftir fóðurþörf hrossa og virðingastigi
- flutt hross milli staða á öruggan hátt
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta borið ábyrgð á umhirðu hrossa í hans umsjá.
- geta haldið hesta og fóðrað þá við mismunandi skilyrði í samræmi við gildandi reglugerðir og lög hverju sinni
- meta beit og beitarálag
- fóðra hross eftir fóðuráætlun
- gera umhverfi hestsins hestvænt
- ala upp ung hross
- hafa umsjón með stóðhesti
- flytja hross á milli staða á öruggan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is