REIM2GÞ05 - Reiðmennska verklegt III

Grunnþjálfun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HEST1GF05, REIM1GF05, FÓHEGR03
Meginviðfangsefni áfangans er að kenna nemendum grunnþjálfun hesta á líkamlegum og andlegum forsendum hestsins og nota til þess mismunandi vinnuaðferðir og nálgun við þjálfun hesta. Nemendur læra að nýta helstu fimiæfingar til að bæta jafnvægi og liðleika hestsins ásamt því að farið er í fjölbreytta teymingarvinnu og vinnu við hönd. Farið er í notkun brokkslár og notkun léttrar ásetu. Einnig er riðið er yfir hindranir.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þjálfunarhugtökum og skilgreiningum sem liggja þeim að baki.
  • muninn á andlegu jafnvægi og spennu hjá hestum.
  • einföldum fimiæfingum og þjálfun þeirra (grunnur), hliðargangsæfingum s.s. að víkja, framfótasnúningi og krossgangi.
  • mismunandi vinnuaðferðum og nálgun við þjálfun hesta.
  • fjölbreyttri teymingarvinnu, hringteymingum og vinnu við hönd.
  • taumsambandi og taumhaldi, helstu forsendum og notkun.
  • öllum helstu ásetum forsendum þeirra og notkun.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hugsa rétt um hesta, fóðra þá og meta líkamlegt ástand s.s. holdastig og almennt heilbrigði.
  • nýta sér búnað og aðstöðu og fjölbreyttar aðferðir til að hámarka góðan árangur við þjálfun hests.
  • grunnþjálfa rétt gangtegundir (utan skeiðs).
  • nota allar ásetur markvisst.
  • grunnþjálfa hest á líkamlegum og andlegum forsendum hestsins, jafnvægi og gott form.
  • nota helstu fimiæfingar (grunnur) til að bæta jafnvægi og liðleika hestsins.
  • setja upp skynsamlegar aðstæður við þjálfun hests og leggja mat á árangur.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta aðstoðað við fjölbreytta þjálfun hests á hestvænum forsendum.
  • geta unnið sjálfstætt við margvísleg svið hestamennskunnar í samráði við reyndari aðila í faginu.
  • geta miðlað grunnþekkingu fagsins og hjálpað minna reyndum af öryggi.
  • láta hestinn víkja um fram og afturhluta.
  • hafa vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu.
  • geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni á öllum gangtegundum (nema skeiði).
  • geta riðið við slakan taum og langan taum.
  • geta riðið einfaldar fimiæfingar (krossgang og framfótasnúning).
  • hafa gott vald á að nota reiðvöllinn rétt.
  • tileinka sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni.
  • geta látið hestinn fara rétt yfir brokkslár og stökkva yfir litla hindrun.
  • nota mismunandi vinnuaðferðir og nálgun við þjálfun hesta.
  • geta nýtt sér á fjölbreyttan hátt, hringteymingar og vinnu við hönd.
  • nota rétt taumhald og ríða hestinum í taumsambandi.
  • nota hömlun (half halt).
Nánari upplýsingar á námskrá.is