STÆR1IB05 - Algebra, jöfnur og rúmfræði

Algebra, flatarmál og rúmmál, jöfnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: STÆR1IA05 eða C í grunnskólaeinkunn í stærðfræði
Seinni undirbúningsáfangi í stærðfræði. Helstu viðfangsefni áfangans eru algebra, jöfnur, þríhyrningar og rúmfræði. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í öguðum vinnubrögðum og efla sjáfstraust þeirra gagnvart stærðfræði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • veldareikningi með heiltölu veldisvísum
  • grunnatriðum í algebru og algebrubrotum
  • hornafræði
  • Þríhyrningum, einshyrndum þríhyrningum og rétthyrndum þríhyrningum
  • hæðum, helmingalínum, miðlínum og miðþverlum í þríhyrningum
  • metrakerfinu og rúmfræði einfaldra tvívíðra og þrívíðra forma

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota veldareglur til að einfalda algebrustæður
  • leysa fyrsta stigs jöfnur með einni óþekktri stærð og jöfnuhneppi með tveimur óþekktum stærðum
  • setja upp einfaldar jöfnur og leysa þær
  • reikna hornastærðir í einföldum flatarmyndum
  • nota reglu pýþagórasar og einhyrnda þríhyrninga til að reikna óþekktar hliðar og línur í þríhyrningum
  • vinna með jöfnu beinnar línu
  • reikna flatarmál, ummál, rúmmál og yfirborð einfaldra forma

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna
Nánari upplýsingar á námskrá.is