Tréstigar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Nemendur hafi lokið við áfangana: Timburhús 1 Gólf– og veggjargrind og Timburhús 2 Þakvirki, útveggjaklæðningar (HÚSA3HU09 og HÚSA3ÞÚ09).
Í áfanganum læra nemendur um smíði tréstiga innanhúss með áherslu á algengustu útfærslur þeirra, samsetningar, smíði og yfirborðsmeðferð. Nemendur læra að búa til skapalón í fullri stærð eftir teikningum og hvernig þau eru notuð til að smíða þrep, stigakjálka og stigahandrið með rimlum m.m. Nemendur fá þjálfun í að smíða tréstiga eða einstaka hluta þeirra í smækkaðri mynd og nota til þess hefðbundin áhöld og algengar trésmíðavélar. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og er áfanginn ætlaður húsasmiðum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- umgengni og notkun trésmíðavéla fyrir smíði tréstiga innanhúss
- vali efna til smíði tréstiga innanhúss
- öryggisþáttum og viðhaldi trésmíðavéla
- öryggisreglum og öryggisbúnaði varðandi smíði stiga og handriða
- límtré og notkun þess í þrep, uppstig og kjálka á tréstigum
- smíðisfestingum til notkunar við samsetningu tréstiga
- notkun prófíla úr málmi og plasti á tréstiga og handrið
- áhöldum og tækjum til smíði tréstiga og handriða innanhúss
- uppbyggingu og notkun hjólsaga og bandsaga í smíði tréstiga
- öryggisreglum og öryggisbúnaði áhalda og tækja
- samsetningaraðferðum á tréstigum og handriðum innanhúss
- samsetningum með bæði grötun og smíðisfestingum á tréstigum
- uppsetningu og festingu handriða við stigakjálka og í vegg
- formlímingu á bognum smíðishlutum í kjálka og handrið
- yfirborðsmeðferð tréstiga og handriða innanhúss
- aðferðum og efnum til að yfirborðsmeðhöndla tréstiga og handrið
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota vélar og handverkfæri til smíði tréstiga og handriða
- smíða og setja upp algengustu tegundir tréstiga
- lesa og vinna með teikningar frá hönnuðum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- velja heppilegt smíðaefni með tilliti til útfærslu og notkunar
- velja og halda við áhöldum fyrir smíði tréstiga og handriða
- velja trésmíðavélar og rafmagnshandverkfæri til stigasmíði
- velja þvingur og pressur fyrir smíði tréstiga og handriða
- beita öryggisreglum og öryggisbúnaði varðandi smíði stiga og handriða
- velja slípi- og lökkunarkerfi fyrir mismunandi viðartegundir
- gera viðeigandi öryggisráðstafanir við yfirborðsmeðferð á tréstigum og handriðum
- smíða snúinn tréstiga með eða án handriðs og setja upp
- smíða þrep og kjálka á snúinn tréstiga með viðeigandi samsetningum
- búa til skapalón í fullri stærð eftir stigateikningum
- smíða rimla, handrið og stigastólpa eftir því sem við á
- setja saman tréstiga í samræmi við kröfur um málsetningu og útlit
Nánari upplýsingar á námskrá.is