Heilsurækt, líkamsvitund, núvitund
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Kjarninn í þessum áfanga er iðkun jóga. Kynnt eru ýmis afbrigði jóga og stefnur. Fjallað er um hvað einkennir jóga og hvernig hægt er að nýta sér þætti úr iðkunninni til sjálfsskoðunar og meðferðar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu þáttum jógaiðkunnar
- sögu og uppruna jógaiðkunnar
- hugleiðslu
- öndunar-, styrktar-, slökunar- og jafnvægisæfingum
- hvað felst í líkamsvitund
- hugsanlegum ávinningi þess að stunda jóga
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- framkvæma jógastöður
- tengja jógastöður í huga og líkama
- nota eigin andadrátt til slökunnar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stunda jóga án leiðsagnar
- nýta sér slökunaræfingar í daglegu amstri
- útskýra og miðla gagnsemi þess að iðka jóga
Nánari upplýsingar á námskrá.is