hagnýt, stærðfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Einkunn 5 eða hærra úr grunnskóla
Áfanginn er fyrir nemendur sem eru á starfsnámsbrautum.
Í áfanganum er lagður grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði. Farið verður í tölfræði, líkindareikning, gröf, hlutfalla- og prósentureikning, flatarmál og rúmmál. Áhersla er á lausn hagnýtra verkefna.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hlutfallshugtakinu
- undirstöðuatriðum rúmfræði s.s flatarmál, rúmmáli, mælikvörðum og hlutföllum
- undirstöðuatriðum líkindareiknings
- undirstöðuatriðum tölfræðinnar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- gera munnlega eða skriflega grein fyrir niðurstöðum sínum og aðferðum
- nota reiknivél sem hjálpartæki við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna
- kunni að skipta stærðum eftir hlutföllum og geti leyst öll algeng dæmi um prósentureikning
- vinna með lýsandi tölfræði s.s. miðsækni og tíðni
- vinna með hugtakið líkindi
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
- beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum á þrautum og geta útskýrt aðferðir sínar
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
- geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum
- beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
Nánari upplýsingar á námskrá.is