NÆRI1ON05 - Orka og næring

næringarefni, orka

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar, heilsu og íþróttaiðkunar. Fjallað er um næringarþörf mannsins, næringargildi og samsetningu helstu matvara. Farið verður í uppbyggingu og samsetningu próteins, fitu og kolvetna. Fjallað um vatn, vítamín og steinefni og gerð grein fyrir gildi þessara efna í fæðunni. Matseðlar metnir og samdir og reiknað næringargildi út frá töflum. Fjallað er um áhrif matreiðsluaðferða á næringargildi fæðunnar. Farið verður yfir mikilvægi þess að velja rétta fæðu sem lið í góðum og markvissum undirbúningi fyrir hvers konar keppni og hvernig það getur haft áhrif á afreksgetu og bætt árangur. Efnisatriði: Næringarfræði, næringartafla, orkuneysla, orkuþörf, orkuefni, prótein, fita, kolvetni, vatn, steinefni, snefilefni, vítamín, næringargildi, fæðutegundir, könnun á neysluvenjum, næringarþörf mismunandi aldurshópa, máltíðir, dagsþörf, fæðudagbók.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallaratriðum í næringarfræði
  • samspili næringar og heilsu
  • helstu orkuefnum fæðunnar
  • hlutverki fæðubótarefna sem hluta af fæðuinntöku

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta eigin orkubrennslu út frá viðurkenndum töflum
  • meta eigin orkuþörf yfir ákveðinn tíma
  • setja saman matseðla þar sem hollusta og næringargildi er haft að leiðarljósi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta eigin neysluvenjur
  • meta samspil orkuþarfar og orkuneyslu og geta brugðist við ef þetta jafnvægi raskast
Nánari upplýsingar á námskrá.is