FÉLV3HH05(HH) - Félagsvísindi - Helförin og hugarheimur nasista

Helförin og hugarheimur nasista

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 5 feiningar í félagsvísindum eða sögu
Í áfanganum verður leitast við að fræða nemendur um forsendur þess að Hitler og nasistar komust til valda í Þýskalandi og þess að seinni heimsstyrjöldin brýst út. Áhersla verður lögð á að kanna sögulegar, félagslegar og stjórnmálalegar rætur helfararinnar og framkvæmdar hennar. Einnig verður farið yfir kenningar um hvernig hugarheimur nasismans var mótaður út frá sál- og félagsfræðilegu sjónarhorni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu atburðum seinni heimsstyrjaldarinnar sem vísað er til í samtímanum
  • sögu gyðinga í evrópu á nítjándu og á fyrri hluta tuttugustu aldar
  • helstu hugtökum og kenningum um síðari heimsstyrjöldina, helförina og hugarheim nasista
  • Áhrifum félagsmótunar, áróðurs og samsæriskenninga í Þriðja ríkinu
  • Áhrifum stjórnkerfisins og leiðtogans á Þýskaland í aðdraganda og meðan á heimstyrjöldinni stóð
  • Þýðingu nurnberg-laganna fyrir gyðinga í Þýskalandi
  • ofsóknum gegn þýskum gyðingum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar
  • aðferðafræði þýskra hersveita í helförinni
  • aðbúnaði og lífi gyðinga í útrýmingabúðum nasista

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina fjölbreytt orsakasamhengi
  • leita sér að gagnlegum heimildum
  • rannsaka afmörkuð söguleg efni
  • setja fram söguleg viðfangsefni á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt
  • skrifa texta sem byggja á ítarlegri heimildaöflun og úrvinnslu gagna
  • sýna sjálfstæði og sköpun í verkefnavali og verkefnaúrlausnum
  • taka þátt í umræðum og verja rökstudda afstöðu sína
  • vinna að verkefnum með samnemendum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa heimildir um seinni heimsstyrjöldina, helförina og hugarheim nasista á gagnrýninn hátt
  • taka frumkvæði í þekkingaröflun og verkefnavali og nálgast þau á faglegan hátt
  • taka siðferðislega afstöðu til atburða í seinni heimsstyrjöldinni og helförinni
  • taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um seinni heimsstyrjöldina og helförina
  • Útskýra mismunandi viðhorf og hugmyndir um ýmis málefni tengdu námsefni áfangans
Nánari upplýsingar á námskrá.is