Mynd með frétt
Ágætu nemendur,
vegna Covid sýkinga sem upp hafa komið í Skagafirði hefur verið ákveðið, í samráði við Almannavarnir, að öll bókleg próf í próftöflu verði með rafrænum hætti. Þau fara fram skv. próftöflu.
Þá verður skólinn lokaður út þessa viku, en staðan verður endurmetin undir lok vikunnar. Ef nemendur þurfa að nálgast eigur sínar í skólanum þá eru þeir beðnir um að hringja í síma 455-8000. Sama er að segja um önnur erindi til skólans. Heimavist skólans verður áfram opin þar til annað verður ákveðið.
Með von um gott gengi í prófunum.
Stjórnendur