Þessa vikuna stendur yfir áfangakönnun en áfangakönnunin eru hluti af sjálfsmati FNV. Áfangakannanir eru lagðar fyrir einu sinni á önn í Innu, bæði fyrir nemendur í dagskóla og fjarnámi, þar sem fyrir fram ákveðnir áfangar eru skoðaðir skv. sjálfsmatsáætlun. Að þessu sinni eru það raungreinar, stærðfræði og áfangar kenndir af nýjum kennurum sem eru skoðaðir sérstaklega. Áfangakönnunin er opin til kl. 16:10 á föstudaginn, 5. apríl.
 
Fulltrúar úr sjálfsmatsteyminu líta í heimsóknir inn í kennslustundir þessa vikuna og kynna áfangakönnunina og er nemendum gefið tækifæri á því að svara könnunum.