Auglýsing fyrir eldsmíðanámskeið
Framhaldsskólaáfangi í eldsmíði verður kenndur á vorönn 2020 ef næg þátttaka næst.
Skráningargjald er 11.500 kr. og efnisgjald er 5.000 kr.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans eða í síma 455-8000 og kennsla hefst mánudaginn 2. mars kl. 17:00
Kennt verður á mánudögum milli 17-21, fjögur skipti þar sem kennd verða grunnatriði í eldsmíði. Farið verður yfir hvernig kveikja á upp í afli, vinnsluaðferðir og tegundir stáls ræddar, smíðaðir nokkrir nytjahlutir og farið verður stuttlega yfir sögu eldsmíðinnar.
Frekari upplýsingar hjá Birni Sighvatz í síma 892-4171