Erasmus ferð til Belgíu
Erasmus ferð til Belgíu
Nemendur og kennarar FNV hafa verið duglegir í Erasmus verkefnum og því fylgja ferðalög.  Nýlega var hópur á ferð í Belgíu í verkefni sem  snýst um að auka lífsgæði og þátttöku sem flestra í samfélaginu. Þáttur FNV felst meðal annars í því að hanna, teikna og framleiða festingar á hjólastól sem mun geta innihaldið skynjara og festingu fyrir snjalltæki. Mun þetta vonandi gefa þeim aukið frelsi og frekari hreyfanleika innan heimilis eða utan þess.  Löndin sem taka þátt auk Íslands en þau eru Tékkland, Belgía, Þýskaland, Tékkland, Ungverjaland og Noregur.
Þeir sem tóku þátt að þessu sinni voru Snædís Birna Árnadóttir, Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, Björn Sighvatz, David Glisovic og Hlynur Jón Heide Sigfússon.   Krakkarnir voru sjálfum sér og skólanum til sóma og var þetta hin skemmtilegasta ferð þar sem unnið var að verkefninu með nemendum frá öðrum skólum, hlustað á erindi um áskoranir fólks með fötlun í daglegu lífi.  Nemendur tóku þátt í hjólastóla dansi, fóru í keilu, lasertag og gist var í kastala.