Ráherrar í heimsókn
Ráherrar í heimsókn

Fimmtudaginn 29. ágúst komu góðir gestir í heimsókn til FNV þegar þrir ráðherrar Framsóknarflokksins þau Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra heimsóttu skólann. Þau voru í fylgd þeirra Einars Einarssonar, formanns byggðaráðs Skagafjarðar, Stefáns Vagns Stefánssona, þingmanns, Sigfúss Inga Sigfússonar, sveitarstjóra og Sigurjóns R. Rafnssonar, formanns skólanefndar FNV.

Þessir góðu gestir fengu stutta kynningu á starfsemi skólans og leiðsögn um húsakost hans. Þessi heimsókn var afar ánægjuleg og upplýsandi í alla staði. Skólinn þakkar þessum gestum fyrir heimsóknina og þann áhuga sem þeir sýndu á skólanum.