Íslandsmót iðnnema

 Íslandsmót iðnnema stendur sem hæst þessa dagana. Það hófst fimmtudaginn 14. mars og lýkur laugardaginn 16. mars. Fjöldi keppenda tekur þátt í þessu móti í flestum iðngreinum sem kenndar eru hér á landi. FNV á 6 fulltrúa á mótinu en þeir eru:

Jón Arnar Pétursson sem keppir í trésmíði.
Thelma Rán Brynjarsdóttir og Jón Gylfi Jónsson sem keppa í málmsuðu.
Guðlaugur Rafn Damíelssson og Johan Thor Þ. Johansson sem keppa í kælitækni.
Sindri Snær Pálsson sem keppir í rafvirkjun.

 

 

 Íslandsmót iðnnema

 

Á meðan á keppni stendur býðst gestum og gangandi að kynna sér starfsemi 33 framhaldsskóla á Íslandi. FNV er með bás og búist er við ca. 7.000 grunnskólanemendum á keppnina.

Þess má geta að verðlaunagripir Íslandsmótsins eru smíðaðir í FNV en þar er um að ræða samvinnuverkefni málmiðnadeildar skólans og Fab Lab stofunnar.