David spænskukennari
David spænskukennari

Kíkt í kennslustund

SpænskukennslaSpænskukennsla í FNV er í höndum David Hidalgo Rodriguez. David býr á Bifröst en kennir nemendum í FNV í gegnum fjarfundabúnað, en nemendurnir eru í kennslustofum á Sauðárkróki og í námsverum á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Ljósmyndari hitti á David og nemendur í kennslustund þegar David brá sér á Krókinn til að hitta nemendur.  David Hidalgo Rodriguez

David leggur áherslu á fjölbreytta og óþvingaða nálgun með áherslu á að skapa áhuga á efninu. Nemendur fá nauðsynlegan grunn í málfræði og efla lesskilning. Sem dæmi um verkefni má nefna myndakeppni þar sem nemendur taka ljósmyndir og útskýra hvers vegna þeir völdu myndefnið.

Nemendur á stúdentsbrautum FNV hafa val um spænsku eða þýsku sem þriðja tungumál.  Valið er pakkaval, það er annað hvort þrír áfangar í spænsku eða þrír áfangar í þýsku.  Einnig geta nemendur tekið annað tungumálið sem bundið val en hitt sem frjálst val.  Spænska og þýska eru einnig í boði í fjarnámi. 

NemendurDavid byrjar hverja kennslustund á að kynna þrjá meginþætti kennslustundarinnar og síðan er hafist handa.
Námsefni nemenda er námsbók, glósur og ýmis konar efni á netinu sem David miðlar með hjálp námsvefsins Moodle.  

David er frá borginni Salamanca á Spáni en þangað tekur tvær klukkustundir að aka frá Madrid. David lauk mastersprófi við háskólann í Salamanca en fór síðan í háskóla í Viga (Universida de Vigo) og lauk þar doktorsprófi í sagnfræði. Doktorsritgerð hans var um þróun stjórnarfars, frá einræði til lýðræðis. Nemandi

David býr með Noemí sem er spænsk og kennir ensku við Menntaskóla Borgarfjarðar. David kennir einnig við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.