Kíkt í kennslustund í stærðfræði

Sunna Gylfadóttir stærðfræðikennari
Sunna Gylfadóttir stærðfræðikennari

Fréttamaður heimasíðunnar kíkti í kennslustund í stærðfræði þar sem Sunna Gylfadóttir var með hóp í STÆR2CC05 en sá áfangi er um hornaföll og vigra. Nemendur í hópnum unnu skemmtilegt verkefni um daginn þar sem þeir skiptu niður námsefni um vigra og kenndu svo hvort öðru. Kynningar þeirra voru mjög flottar og kennslan gekk vel. Vigrar eða vektorar eru gagnlegir til að lýsa hreyfingu eða kröftum og þeir eru einnig mikið notaðir í rafmagnsfræði. Flugmenn þurfa að kunna góð skil á vektorum til að geta lent vél í hliðarvindi.

SunnaNemendur eru annars vegar í kennslustofu í bóknámshúsi á Sauðárkróki og hins vegar í námsverum (dreifnámi) á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Sunna notar einnig spjaldtölvur við dreifnámskennsluna en þannig næst betra samband við nemendur og hægt er að aðstoða þau meira. Sunna kennir fleiri áfanga í stærðfræði, bæði í dagskóla og í fjarnámi. Í fjarnáminu reynir hún að nota video mikið sem kennsluefni.
Sunna hefur reynt nýjar leiðir til að breyta upplifun nemenda af prófum, t.d. með því að leyfa þeim að taka sömu prófin tvisvar, hafa hjálpargögn eða jafnvel stundum að hjálpast að í prófum. 

  

 

Verkefnavinna í STÆR2CC05Sunna brautskráðist frá FNV fyrir 10 árum. Hún er með B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, M.Ed í menntunarfræði og lauk aukanámi í stærðfræði á mastersstigi til að öðlast kennsluréttindi í stærðfræði. Hún skrifaði lokaritgerð um viðhorf nemenda FNV til stærðfræðikennslu.
Áhugamál Sunnu eru frá prjónaskap upp í skotveiði og motorcross.

Hún hefur endalausan áhuga á að læra eitthvað nýtt. Hún hefur líka mikinn áhuga á að reyna að gera stærðfræðikennslu skemmtilega.