Félagslíf nemenda við FNV hefur verið öflugt í vetur. Skólinn ákvað að efla til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda.
Mynd Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur úr söngkeppninni FNV bar sigur úr býtum. Þar sjást tilþrif Ásbjörns Waage og stemmingin á sviðinu skilar sér vel á myndinni.
Laufey Harpa tekur mikið af myndum og hefur haft það að áhugamáli síðan hún var lítil. Henni finnst mjög gaman að mynda landslagið og fallegan og litríkan himinn. Laufey er dugleg að mynda viðburði á vegum nemendafélagsins og hafa margar myndir eftir hana birst í Molduxa, skólablaði nemenda, í nýjasta tölublaði og eldri blöðum.
Tengill og Origo gáfu vinningshafa rausnarlega gjöf en það var Canon 4000 D myndavél, en hún er notendavæn myndavél sem er tilvalin til að fanga og deila sögum með alvöru lit og fallegum smáatriðum.