Handþvottur (mynd: landlaeknir.is)
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19).
Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 28. febrúar sl.
Ekki er enn vitað hvaða áhrif þetta hefur á skólahald á næstunni en til að byrja með gerum við ráð fyrir óbreyttu skólahaldi.
Tilkynningu Ríkislögreglustjóra má lesa á https://www.almannavarnir.is/frettir/neydarstig-almannavarna-vegna-covid-19/