Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Mynd frá verðlaunaafhendingu
Mynd frá verðlaunaafhendingu

Föstudaginn 13. apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 21 ár. Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, MTR, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni.

Í fyrstu þremur sætunum voru:

  1. Freyja Lubina Friðriksdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra,
  2. Ólafur Halldórsson, Höfðaskóla
  3. Saulius Saliamonas Kaubrys, Húnavallaskóla.

Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars og tóku nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 14 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim var einn frá Árskóla, tveir frá Varmahlíðarskóla, einn frá Grunnskólanum austan Vatna, einn frá Húnavallaskóla, tveir frá Höfðaskóla, tveir frá Blönduskóla, fjórir frá Grunnskóla Húnaþings vestra og einn frá Dalvíkurskóla.

Verðlaunin voru vegleg að vanda eins og sjá má á eftirfarandi upptalningu.

1. Verðlaun

  • Casio FX 9750G II reiknivél frá Heimilistækjum
  • Canon G9X MarkII myndavél frá Origo
  • Kr. 15.000 frá styrktaraðilum.
  • Síðasta setning Fermats
  • Matar- og ostakarfa frá Kaupfélagi Skagfirðinga
  • Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

2. Verðlaun

  • Casio FX 9750G II reiknivél frá Heimilistækjum ehf
  • Kr. 12.000 frá styrktaraðilum.
  • Síðasta setning Fermats
  • Matar- og ostakarfa frá Kaupfélagi Skagfirðinga
  • Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum


3. Verðlaun

  • Casio FX 9750G II reiknivél frá Heimilistækjum ehf
  • Kr. 10.000 frá styrktaraðilum.
  • Síðasta setning Fermats
  • Matar- og ostakarfa frá Kaupfélagi Skagfirðinga
  • Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

4-15. sæti:

  • Casio fx-350ES PLUS reiknivél frá styrktaraðilum
  • Síðasta setning Fermats og kr. 7.000 frá styrktaraðilum

Auk ofangreindra styrktaraðila styrktu eftirtaldir keppnina með fjárframlögum:

  • Arionbanki
  • Blönduósbær
  • Dalvíkurbyggð
  • Fisk Seafood
  • Fjallabyggð
  • Húnaþing vestra
  • Kaupfélag Skagfirðinga
  • Landsbankinn Skr.
  • Rammi á Siglufirði
  • Sjóvá-Almennar
  • Steinull hf
  • Sveitarfélagið Skagafjörður
  • Sveitarfélagið Skagaströnd
  • Tengill ehf
  • Verkfræðistofan Stoð
  • VÍS