Athyglisverð braut er nú í boði fyrir þá sem hafa áhuga á að ljúka iðnnámi og stúdentsprófi. Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.
Dæmi um leiðir eru: húsasmíði + stúdentspróf, rafvirkjun + stúdentspróf og vélvirkjun + stúdentspróf.
Sams konar dæmi í starfsnámi er sjúkraliði + stúdentspróf.
Hér er að finna lýsingu á brautinni: Tæknistúdent