Þjónusta náms- og félagsráðgjafa í samkomubanni

Handþvottur (mynd: landlaeknir.is)
Handþvottur (mynd: landlaeknir.is)

Þjónusta námsráðgjafa og félagsráðgjafa FNV er möguleg á meðan skólinn er lokaður enda mikilvægt að nemendur fái stuðning á tímum sem þessum.
Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst eða síma. Netföngin okkar eru: Margrét námsráðgjafi: margret@fnv.is og Aðalbjörg félagsráðgjafi: adalbjorg@fnv.is.
Hægt er að ná á okkur í síma í gegnum skiptiborð skólans. Símanúmerið er 455-8000. Ef við náum ekki að svara þá höfum við samband við ykkur eins fljótt og hægt er.
Ekki hika við að hafa samband, hjálpumst að og vinnum þetta saman. Það eru ekki til heimskulegar spurningar, bara heimskuleg svör :)