Undirbúningur Opinna daga stendur nú sem hæst. Dagskrá daganna er að mestu frágengin, en nemendum stendur til boða fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá. Á meðal dagskrárliða má nefna kaðlagerð, lóðningar, skyndihjálp, golfhermi, handavinnuhorn, kvikmyndahóp, Metabolic, skíði, skákmót, hestahóp, eldsmíði. ljósmyndamaraþon, sýndarveruleika, hárgreiðslu og margt fleira.

Opnum dögum lýkur með veglegri árshátíð sem haldin verður á sal Bóknámshúss skólans á föstudagskvöld.