Mynd af skólasvæðinu
Mynd af skólasvæðinu

Dagskrá fyrstu daga haustannar 2023:

21. ágúst kl. 17:00: Heimavist opnar fyrir nýnema

Heimavistin opnar fyrir nýnema (fæddir 2007 eða síðar) mánudaginn 21. ágúst klukkan 17:00 en fyrir eldri nemendur þriðjudaginn 22. ágúst kl. 17:00.

21. ágúst kl. 19:00: Fundur með foreldrum nýnema

Fundur fyrir foreldra nýnema verður haldinn í Bóknámshúsi FNV mánudaginn 21. ágúst kl. 19:00. Foreldrar fá fundarboð með tölvupósti þegar nær dregur.

22. - 23. ágúst: Nýnemadagar

Nýnemadagar eru ætlaðir nýnemum sem koma beint úr grunnskóla. Þeir hefjast þriðjudaginn 22. ágúst í Bóknámshúsi FNV en nemendur á dreifnámsstöðvum mæta í dreifnámsstofur á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

22. ágúst: Opnað fyrir stundatöflur og óskir um töflubreytingar í INNU

Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU þriðjudaginn 22. ágúst og þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum. Töflubreytingar fara fram í INNU 22.-25. ágúst. Leiðbeiningar vegna töflubreytinga er að finna á https://www.fnv.is/is/namid/itarefni/toflubreytingar

23. ágúst kl. 8:00: Skólasetning

Skólasetning verður á sal Bóknámshúss FNV klukkan 8:00 miðvikudaginn 23. ágúst.

23. ágúst kl. 8:45: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Hlökkum til að hitta ykkur öll