Konur með eldrósir
Konur með eldrósir

Karlar í hópi starfsmanna FNV buðu samstarfskonum í kaffi föstudaginn 22. febrúar í tilefni konudags.  Konunum voru afhentar eldrósir sem karlarnir smíðuðu undir dyggri stjórn málmiðnkennara. 

Eldrós

Efniviður eldrósar er 5 mm stálteinn og 0,8 mm stálplötur sem eru skornar til til að mynda blóm og laufblöð.  Blóm og laufblöð eru soðin við stöngulinn.  Blómin og blöðin eru beygð í eldi. Þá er sandbláið til að losa eldhúð burt.  Loks er rósin sett í eld til að bláma.