Nemendur með bolina sem þeir hönnuðu
Dagana 1.-4. október 2023 tókum við á móti gestum frá þremur skólum frá Póllandi, Spáni og Tékklandi. Heimsóknin var hluti af Erasmus+ verkefninu "International ICT Competitions III for Increasing the Quality of Secondary Education". Frá hverjum skóla komu fjórir nemendur og tveir kennarar.
Að morgni sunnudagsins 1. október voru gestirnir sóttir með rútu á hótel sín í Reykjavík og á Keflavíkurflugvöll. Á leiðinni til Sauðárkróks heimsóttum við FlyOver Iceland og fórum í skoðunarferð um Reykjavík, heimsóttum Landnámssetrið í Borgarnesi og fengum okkur kvöldverð á Teni Restaurant á Blönduósi. Við komuna til Sauðárkróks tóku gestgjafar við nemendunum.
Á mánudaginum bauð Keli aðstoðarskólameistari gestina okkar velkomina og síðan var dregið í tveggja manna lið þar sem hvert teymi var skipað nemendum úr mismunandi skólum. Nemendurnir tóku síðan þátt í vinnustofu í FabLab þar sem liðin hönnuðu lógóið sitt og prentuðu það á stuttermaboli. Einnig var farið í skoðunarferð um skólann og eftir hádegið heimsóttum við Mjólkursamlagið og skoðuðum Sauðárkrók.
Fyrsti hluti keppninnar var á þriðjudagsmorguninn þar sem nemendur bjuggu til spurningalista með Google Forms og auglýsingu með Canva. Að keppni lokinni fórum við í ferð um Tröllaskaga og heimsóttum Genis, líftæknifyrirtæki á Siglufirði, íbúðina Brynju og sundlaugina á Akureyri.
Á miðvikudaginum var seinni hluti keppninnar þar sem nemendur bjuggu til vefsíðu fyrir ímyndaða ferðaskrifstofu með Webnode. Eftir keppnina tóku nemendur þátt í vinnustofu í kvikmyndagerð á meðan kennararnr fóru yfir keppnina. Seinna um daginn var í sýndarveruleikasafnið „1238: Baráttan um Ísland“ og um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á KK Restaurant þar sem afhent voru viðurkenningarskjöl og veitt verðlaun fyrir keppnina. Sigurvegarar keppninnar voru Hugo frá Spáni og Mateusz frá Póllandi, í öðru sæti urðu Elías frá Íslandi og Lukáš frá Tékklandi og í þriðja sæti Gabriela frá Tékklandi og Sara frá Spáni.