Ferðalangarnir í Tékklandi
Dagana 13.-17. nóvember fór partur af hóp frá FNV til Uherské Hradiště í Tékklandi í Eramsus+ ferð. Þetta er partur af verkefninu INCLUSION: A human right and opportunity for all, þar sem áhersla er lögð á stuðning og samleið þeirra sem þurfa stuðning vegna ýmissa þátta líkt og að nota hjólastól, skerðing á sjón eða heyrn, sem og aðrar andlegar eða líkamlegar skerðingar.
Nemendur fengu að kynnast aðstæðum barna með skerðingar í heimsókn í sérskóla í UH sem var mjög fróðlegt, einnig komu einstaklingar með skerðingar og voru með erindi fyrir alla gestir um þeirra vegferð og baráttur fyrir sjálfstæði. Farið var í kynnisferð um svæðið sem er fallegt og gaman að skoða.
Nemendur héldu erindi um land og skóla sem og þátt þeirra í verkefninu. Partur okkar nemenda verður að hanna og búa til stand fyrir snjalltæki á hjólastól sem á að geta aðstoðað þann sem í honum situr með ýmsum skynjurum og viðvörunum.
Nemendur okkar stóðu sig frábærlega og tókst ferðin vel í alla staði. Verkefnið er til tveggja ára og næsta ferð verður til Belgíu í febrúar 2025.
Þeir sem tóku þátt að þessu sinni voru:
- Arnar Freyr Brynjarsson
- Hjálmar Jón Heide Sigfússon
- Jóhann Orri Unnarsson
- Sighvatur Pálmason
- Björn J. Sighvatz
- Jónatan Björnsson
- Karítas S. Björnsdóttir