Finnlandsfarar
Fjórir nemendur starfsbrautar FNV fóru ásamt tveimur kennurum til Finnlands dagana 4-8. febrúar sl. Ferðin var liður í Nordplus junior verkefni sem starfsbrautin tekur þátt í ásamt finnskum og eistneskum skóla. Verkefninu er ætlað að auka félagslega hæfni og þátttöku í skapandi verkefnum og er fyrsta sinnar tegundar á vegum samtakanna, sem hannað er fyrir sérnámsnemendur, og ánægjulegt að loks skuli hugað sérstaklega að þessum nemendahópi.
Verkefnavinnan samanstóð að því að nemendur leystu ákveðin verkefni í blönduðum hópum þessara þriggja þjóða og skiluðu niðurstöðum á bæði myndrænu og skriflegu formi á þremur tungumálum þátttakenda. Það reyndi verulega á þessa undirliggjandi þætti sem verkefnið stendur fyrir auk þess sem undirbúningur og ferðalagið sjálft var krefjandi fyrir nemendur.
Við fengum einnig að kynnast finnskri náttúru og fórum auðvita í sauna og ísbað eins og ekkert væri.