Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2023

Mynd: SSNV
Mynd: SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, hafa veitt Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhendi Þorkeli V. Þorsteinssyni aðstoðarskólameistara FNV viðurkenninguna á 31. Ársþingi SSNV þann 14. apríl síðast liðinn.

Byggðagleraugun er viður­kenning sem stjórn SSNV veitir til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlut­anum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um metnaðarfullt skólastarf á landsvísu. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er í stöðugri þróun í sínu framsækna og faglega skólastarfi.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður uppá staðnám á Sauðárkróki, dreifnám á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum. Skólinn býður einnig uppá helgarnám í iðngreinum fyrir 23 ára og eldri og hefur hlotið mikið lof fyrir.

Heimild: ssnv.is