FNV hefur leik í Gettu betur í kvöld

Frá keppni starfsfólks og keppnisliðs skólans
Frá keppni starfsfólks og keppnisliðs skólans

FNV mætir ME í fyrstu umferð Gettu betur og fer viðureignin fram í kvöld, fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:30. Lið FNV skipa þau Arna Ísabella Jóhannesdóttir, Markús Máni Gröndal og Steinunn Daníela Jóhannesdóttir.

Hefð hefur skapast síðustu ár að keppnislið okkar mætir úrvalsliði starfmanna í upphitunarkeppni og fór sú rimma fram í morgun þar sem keppnislið skólans vann úrvalslið starfsfólks 30-26. Lið starfsfólk skipuðu Guðbjörg Bjarnadóttir, Guðbjörg Einarsdóttir og Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir.

Viðureigninni verður miðlað í einhverju formi hjá Ríkisútvarpinu, fylgist með á heimasíðu RÚV.

Áfram FNV!!