Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða starfskraft í Fab Lab smiðjuna á Sauðárkróki. Um er að ræða 25% starfshlutfall. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, vera námfúsir og góðir í mannlegum samskiptum. Í starfinu felst m.a. að taka þátt í daglegu starfi smiðjunnar, taka þátt í opnu húsi og námskeiðum á hennar vegum. Vinnutími er sveigjanlegur.
Frekari upplýsingar veitir Karítas í síma 865-0619 eða á fablabsaudarkrokur@gmail.com.
Umsóknum skal skilað inn til Þorkels V. Þorsteinssonar, aðstoðarskólameistara FNV, á netfangið keli@fnv.is. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 7. september 2020. Öllum umsóknum verður svarað.