Frá eldsmíðanámskeiði
Um þessar mundir fer fram námskeiði í eldsmíði á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sex nemendur eru skráðir til leiks að þessu sinni og gengur vel að læra hina ýmsu tækni sem felst í eldsmíði. Nemendur læra að kveikja upp í afli, slá til, kljúfa og þrykkja stál fram að búa til hin ýmsu verkefni. Þau verkefni sem nemendur læra að búa til eru meðal annars eldhúskrókur, kjötgafall og kertastjaki. Farið er yfir efnisfræði, öryggisfræði og þau atriði sem þarf til að setja upp góða smiðju.
Eins og aðrir höfum við þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum og höfum við því skipt hópnum í tvennt til að geta uppfyllt þau skilyrði sem sett hafa verið vegna Covid. Eins og aðrir þá vonumst við til þess að ná að klára námskeiðið en tveir tímar eru eftir.