Fyrirtækjasmiðja, valáfangi í frumkvöðlafræði á vorönn 2023

Á vorönn 2023 verður í boði valáfangi í frumkvöðlafræði í dagskóla:

Fyrirtækjasmiðja

  • Þróun viðskiptahugmyndar
  • Gerð viðskiptaáætlunar
  • Markaðssetning
  • Starfsmannamál
  • Fjármögnun
  • Raunverulegt verkefni og stofnun fyrirtækis

Á síðasta ári tóku yfir 640 nemendur þátt í Fyrirtækjasmiðjunni frá 14 framhaldsskólum á landinu og stofnuðu þeir 126 fyrirtæki.
Skráning á skrifstofu skólans fyrir 15. nóvember.