Skólafundur 19.febrúar

Kæru nemendur, við höfum mikinn áhuga að heyra skoðanir ykkar varðandi gildi skólans sem eru vinnusemi, virðing og vellíðan.  Þau eru til umfjöllunar á skólafundinum. Unnið er í 3-5 manna hópum frá kl. 10:30 til 11:30.  Hver hópur skilar veggspjaldi sem getur verið á pappír eða rafrænt (t.d. með Powerpoint eða Canva).  Kennari merkir við mætingu kl. 10:30.  Nemendur sem ekki eru tíma 10:30 skv. stundatöflu eiga samt að taka þátt í skólafundinum með því að mæta í bóknámshús og finna sér stofu. 

Hver 3-5 manna hópur byrjar á að velja sér viðfangsefni sem tengist gildum skólans: vinnusemi, virðingu og vellíðan.  Valið er frjálst en hér eru nokkrar hugmyndir:
 
Hvers vegna eru gildin vinnusemi, virðing og vellíðan mikilvæg í skólanum?

Mikilvægi vinnusemi, virðingar og vellíðunar í áhugamálinu mínu/okkar? Dæmi: Við ástundun íþrótta, leiklistar, tónlistar eða tölvuleikja.

Teiknið/finnið/takið myndir sem sýna gildin vinnusemi, virðingu og vellíðan.

Hvernig er hægt að gera gildin vinnusemi, virðingu og vellíðan sýnilegri í skólastarfinu?

 

Kannið hvaða merkingu gildin hafa, hvað merkja orðin?
Útbúið veggspjald, skriflegt eða rafrænt.  Það er tilvalið að blanda saman texta og myndum.
Pappírsspjöld litir og fleira til spjaldagerðar eru í stofunum eða á göngum skólans.

Þegar veggspjald er klárt:
Veggspjöld á pappír:  Hengið upp á vegg framan við kennslustofuna, hvort sem þið eruð í bóknámshúsi eða verknámshúsi. Bóknámshús: Festið með teiknibólum.  Nemendur á dreifnámsstöðum velja stað í samráði við umsjónarmenn dreifnáms.
Veggspjöld, rafræn:  Sendið til kristjan@fnv.is
 
Skrifuð verður frétt um vinnuna sem verður birt á heimasíðu FNV, þar verða valin veggspjöld sýnileg. 
Rafræn spjöld verða prentuð út og hengd upp.
 
Góða skemmtun, við hlökkum til að heyra skoðanir ykkar og sjá spjöldin ykkar.