Mynd með frétt
Nú á dögunum barst vegleg gjöf til skólans frá Öryggismiðstöðinni á Akureyri, þetta eru þrjár brunavarnarstöðvar ásamt skynjurum og merkjagjöfum til að tengja við þær, þessi gjöf bætir verulega kennslu í brunakerfum og forritun þeirra og vill skólinn sérstaklega þakka þeim Inga Magnúsi Gíslasyni og Sævari Erni Hafsteinssyni fyrir aðkomu þeirra að þessu máli. Við höfum tekið stórt skref fram á við í því að geta kennt á þann búnað sem notaður er í dag og eins gefur þetta okkur möguleika að sína fram á virkni fjölbreyttra kerfa og mismunandi forritun þeirra.