Gestirnir frá Eistlandi í Fab Lab
Gestirnir frá Eistlandi í Fab Lab

Dagana 21. og 22. janúar voru 7 kennarar og 3 nemendur frá Põlva Gümnaasium í Eistlandi í heimsókn. Þau komu í gegnum Erasmus og var tilgangur ferðarinnar að gefa kennurum og nemendum tækifæri til að skoða skóla á Íslandi ásamt því að skoða náttúruna og sögustaði. Þau voru hér bæði í kennslustundum og á kynningarfundum, ræddu við kennara og nemendur skólans. Þau fengu svo að spreyta sig í Fab Lab hjá Karítas, fengu þar aðstoð við að setja myndir á boli. Auk þessa höfðu þau ráðrúm til að sjá hestabrautina í verklegum tíma. Ef þið viljið kynna ykkur skólann þeirra þá er netfangið: https://pg.edu.ee/

Við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir að gera heimsóknina þeirra ánægjulega.

Gestirnir með Evu alþjóðafulltrúa