Námskeið í húsgagnaviðgerðum
Helgarnámskeið
Viltu læra um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, greining þeirra og hvernig ber að standa að viðgerðum með
hliðsjón af þeirri efnisnotkun og vinnuaðferðum sem upphaflega voru viðhafðar?
Farið verður yfir forvarnir varðandi húsgögn, pússningu, yfirborðsmeðhöndlun, helstu efni
og áhöld sem notuð eru við viðgerðir. Lögð er áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir fagsviðið.
Námskeiðið er bóklegt og verklegt og krefst þess að nemendur skili inn verkefnum
að námskeiði loknu. Námskeiðið er sniðið að þörfum nemenda í húsgagnasmíði, en öllum er frjálst að taka þátt.
Námskeiðið er metið til framhaldsskólaeininga.
Skráning fer fram hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í síma 455-8000 og lýkur miðvikudaginn 20. mars.
Kennsla fer fram föstudaginn 22. mars kl. 17:00-21:00, laugardaginn 23. mars kl. 08:00-17:00
og sunnudaginn 24. mars kl. 08:00-17:00
Þátttökugjald er 15.000 kr.
Frekari upplýsingar veitir Karítas S. Björnsdóttir í síma 865-0619