Forseti Íslands skoðar Drangey í sýndarveruleika
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fór fram í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars. FNV var með kynningarbás þar sem gestir gátu kynnt sér námsframboð skólans, heimsótt Drangey og fleiri staði með 360° sýndarveruleikagleraugum, farið á hestbak á hesthermi, tekið þátt í spurningakeppni o.fl. Að þessu sinni kepptu fjórir nemendur fyrir hönd FNV. Almar Atli Ólafsson og Jón Pálmason kepptu í málmsuðu, Freyja Lubina Friðriksdóttir í húsasmíði og Haraldur Holti Líndal í rafvirkjun. Þau stóðu sig öll með miklum sóma. Almar lenti í 3. sæti í málmsuðu, Freyja í 3. sæti í húsasmíði og Haraldur í 5. sæti í rafvirkjun. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.