Auglýsing fyrir nýja valáfanga
Hægt er að velja alla áfanga sem frjálst val ef þið hafið lokið undanfara en við viljum vekja sérstaka athygli á nýjum valáföngum sem eru í boði í haust:
-
ÍSLE3ÍG05 Glæpasögur
Lesnar verða íslenskar og erlendar glæpasögur. Fjallað stuttlega um sögu glæpasagnaritunar og nokkrir þekktir höfundar kynntir. Glæpasöguformið verður skoðað og skilgreint og fjallað um tengsl glæpasögunnar við aðra miðla, svo sem sjónvarp og kvikmyndir. Nemendur lesa valdar glæpasögur og vinna fjölbreytt verkefni.
-
FÉLV2FK05 Félagsvísindi og kvikmyndir
Í áfanganum horfum við saman á heimildamyndir, kvikmyndir og sjónvarpsefni sem fjallar um viðfangsefni félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði.
Nemendur kynna sér hvernig viðfangsefni félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði birtast í kvikmyndum. Skoðaðar verða leiknar kvikmyndir og sjónvarpsefni, sem fjalla um viðfangsefni félagsvísinda og sýna þær fagstéttir sem starfa innan félagsvísinda, og heimildamyndir, sem fjalla um þekktar rannsóknir í félagsvísindum og/eða mikilvæga atburði í sögu þeirra.
-
FERÐ3FM05 Ferðamál
Af hverju er fólk að ferðast? Hverjir eru ferðamenn og hverjir ekki? Hvað er eiginlega þetta "ferðaþjónusta"? Er einhver ferðaþjónusta í minni heimabyggð? Er ég kannski hluti af ferðaþjónustu? Fylgir ferðaþjónustu eitthvað slæmt? Græða einhverjir á þessu?
Spurningunum um þetta og fleira sem þig hefur alltaf langað til að vita er reynt að svara í áfanganum Ferðamál.
-
DANS2CY05 Danska, yndislestur (P-áfangi)
Nemendi les skáldsögur og/eða bækur sem valdar eru í samráði við kennara. Námsmatið verður munnleg skil eftir lestur hverrar bókar.
-
ENSK3DY05 Enska, yndislestur (P-áfangi)
Nemendi les 5 skáldsögur og/eða bækur sem valdar eru í samráði við kennara. Námsmatið verður munnleg skil eftir lestur hverrar bókar.
-
ÞÝSK2BE05 Berlínaráfangi
Berlín er hér til umfjöllunar. Saga borgarinnar er tekin fyrir, sjónum er beint að tímabilinu frá 1945 til dagsins í dag. Tekin eru fyrir dagleg samskipti á þýsku og nemendur vinna með ýmsar heimildir á þýsku og íslensku. Undirbúningur ferðar til Berlínar, verkefni í tengslum við ferðina. Þekktustu staðir borgarinnar eru heimsóttir undir leiðsögn kennara eða fararstjóra. Samþætting tveggja námsgreina, þýsku og sögu. Nemendur greiða allan kostnað við ferðina.