Sl. föstudag, 23. ágúst voru nýnemar FNV boðnir velkomnir í skólann.
Sérstök dagskrá sem tileinkuð var nýnemunum var sett upp í Varmahlíð – farið var í leiki, boðið var í sund og endað á grilli í boði NFNV.
Skipulag og framkvæmd dagsins var í höndum stjórnar NFNV, allt gekk samkvæmt áæltun og var dagurinn stjórninni og nýjum nemendum skólans til sóma.

Þeim Varmhlíðingum sem tóku á móti hópnum og aðstoðuðu við framkvæmd dagsins eru færðar kærar þakkir fyrir.